Steyptu Grunninn

Áður en mannvirki er byggt er grunnurinn steyptur. Áður en forlög söguhetju rætist, þarf hún að meitla sér kjarna sem leiðir hana áfram í gegnum myrkrið.

Áður en þú getur áorkað það sem þú vilt áorka, áður en þú getur orðið það sem þú vilt verða, þarftu sterkan kjarna. Kjarna sem myndar frjóan jarðveg fyrir þá þróun sem þú þarft að rækta svo þú getir lifað því lífi sem þú vilt lifa.

Í gegnum kjarnann getur þú mótað söguhetjuna í þinni eigin sögu, þinn karakter. Mundu að sá karakter ber einn ábyrgð á því sem gerist í lífinu þínu. Hann ræður því hvort þú bognir eða brotnir undan álagi, hvort þú færir öðrum hamingju eða vanlíðan, innblástur eða hræðslu.

Hlúðu að gildunum þínum og hagaðu þér eftir þeim. Hannaðu ávana þína, stýrikerfi þinnar eigin hegðunar, af ásettu ráði. Ákveddu hvað þú ætlar aldrei að gera og stattu við það. Finndu út hvað þú átt að gera meira af og sæktu þér þekkinguna sem þú þarft til að láta það gerast.

Skerptu á karakternum. Myndaðu kjarnann. Steyptu grunninn.

"Give me six hours to chop down a tree, and I will spend the first four sharpening the axe." - Abraham Lincoln